Fara í efni

RÆKTUNARFERÐ - Hestamannafélagsins Adams

Deila frétt:

RÆKTUNARFERÐ

Hestamannafélagsins Adams

Hestamannafélagið Adam í Kjós hefur ákveðið að leggja uppí ræktunarferð föstudaginn 20. maí næstkomandi, þar sem áætlað er að halda austur fyrir fjall og heimsækja hrossaræktarbú og skoða gæðinga.

Fyrirhugað er að halda af stað í rútu um kl. 10:00 verði þátttaka nægileg.   Kostnaður við rútu greiðist að jöfnu af hálfu þátttakenda.  Þessar ferðir hafa alltaf verið hinn besti fróðleikur og skemmtun.

Óskað er eftir  að áhugasamir láti vita í tölvupóstfang flekkudalur@gmail.com og/eða middalur@emax.is fyrir mánudaginn 16. maí næstkomandi ef þeir vilja leggjast í ferðalagið en í framhaldi verður upplýst nánar um ferðatilhögun.

Stjórn Hestamannafélagsins Adams