Fara í efni

“OPINN ELDUR” Á KJALARNESI MANNRÉTTINDADAGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA,10. DESEMBER 2022. ÞEMA ÁRSINS: VIRÐING, FRELSI OG RÉTTLÆTI FYRIR ALLA!

Deila frétt:

Sögufélagið Steini á Kjalarnesi minnist dagsins,við keltneska útialtarið laugardaginn,10. desember  kl. 15, Áætlað er að stundin taki u.þ.b 30.

Dagskrá:

Formaður Sögufélagsins, Hrefna S. Bjartmarsdóttir, setur hátíðina og segir frá tilgangi og hlutverki dagsins.

2) Félagar í stjórn Sögufélagsins Steina leiðbeina gestum við að kasta óréttlætinu á eldinn og eyða því þannig á táknrænan hátt.

3) Sr. María Rut Baldursdóttir og kirkjukórinn, sjá um helgihald og flytja jólasálma.

4) Síðan dönsum við öll kringum greniskreyttan krossinn og syngjum nokkur hefðbundin jólalög, sem allir þekkja.

5) Að lokum verða veitingar í boði Sögufélagsins Steina og Reynivallaprestakalls, heitt kakó, kaffi og meðlæti. Fólk er hvatt til að njóta veitinganna, spjalla saman í góðu veðri, líkt og hefur verið undanfarið. Esjubergshrossin hafa tíðum verið góðir gestir við útialtarið, Brauð verður í boði fyrir þá kærkomnu gesti.

Verið velkomin, ekki síst barnafjölskyldur! Hver og einn sá um ferðir að útialtarinu! 

Fyrir hönd Sögufélagsins Steina, Hrefna S. Bjartmarsdóttir