Kjósarhreppur flokkar, nýtt flokkunarkerfi og söfnun á matarleifum
17.04.2023
Deila frétt:
Árið 2023 verður innleitt nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Þetta verður stórt framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum en meðal annars munu öll heimili fá tunnu fyrir matarleifar. Í Kjósarhreppi mun tunnum ekki fjölga heldur verður tunnan sem núna er undir almennt sorp fjarlægð og í staðin kemur tvískipt tunna (sjá mynd með frétt)undir almennan úrgang annars vegar og lífrænan úrgang hins vegar. Með þessum breytingum er flokkað í fjóra flokka við hvert heimili, þ.e.
- Matarleifar
- Pappír og pappi
- Plastumbúðir
- Blandaður úrgangur
Stefnt er að því að skipt út tunnum 20. maí 2023. Tunnurnar verða keyrðar að heimilum.
Mælum með að þú kíkir inná flokkum.is
Meira síðar, sveitarstjóri