Fara í efni

Nýtt aðalskipulag 2017-2029, samþykkt í sveitarstjórn

Deila frétt:

F.v.: G. Oddur Víðisson formaður Skipulags- og byggingarnefndar

         og Karl Magnús Kristjánsson oddviti Kjósarhrepps

 

 

 

Kjósarhreppur auglýsir afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 2.mgr. 32 gr. skipulagslaga nr: 123/2010 á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029.


Aðalskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn Kjósarhrepps  4.desember sl.

Áður hafði verið brugðist við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar.

Í framhaldi af því er óskað eftir að Skipulagsstofnun staðfesti tillöguna og auglýsi í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Formlega tilkynningu  er að finna HÉR

Einnig auglýst í Morgunblaðinu 12. desember 2018. 

 

Jón Eiríkur Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.