Nýr starfsmaður á skipulagssviði Kjósarhrepps
26.09.2024
Deila frétt:
Olgeir Olgeirsson er nýr starfsmaður á skipulagssviði Kjósarhrepps. Olgeir tók við starfinu af Helenu Ósk Óskarsdóttur sem fór til frekara náms en mun áfram leiða vinnu við endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps. Olgeir hefur undanfarin ár verið búsettur í Kjósinni og hefur fjölbreytta reynslu sem nýtist í starfinu. Við bjóðum Olgeir velkomin í hópinn.