Nýr skipulags- og byggingarfulltrúi tekinn til starfa
10.10.2022
Deila frétt:
Pálmar Halldórsson hefur tekið við starfi skipulags- og byggingarfulltrúa Kjósarhrepps. Pálmar er menntaður byggingarfræðingur frá OTS í Danmörku og er löggiltur mannvirkjahönnurður. Ekki hefur verið starfandi fulltrui hjá sveitarfélaginu s.l. mánuði og því eru mörg verkefni sem bíða úrvinnslu. Pálmar er þessa dagana að setja sig inní þau verkefni sem bíða og mun verða í sambandi við hlutaðeigandi svo fljótt sem kostur er.