Fara í efni

Ný hreppsnefnd Kjósarhrepps 2018-2022

Deila frétt:

 

 

Ný hreppsnefnd Kjósarhrepps fyrir kjörtímabilið 2018-2022

Frá vinstri:

Guðný Guðrún Ívarsdóttir, Karl Magnús Kristjánsson-oddviti,

Regína Hansen Guðbjörnsdóttir-ritari, Þórarinn Jónsson og

Sigríður Klara Árnadóttir-varaoddviti

 

 

Á fyrsta fundi var Karl Magnús Kristjánsson kjörinn oddviti, Sigríður Klara Árnadóttir var kjörin varaoddviti og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir kjörin ritari nefndarinnar.

 

Ákveðið var að auglýsa eftir áhugasömu fólki í nefndir.

Öðrum ákvarðanatökum var frestað til framhaldsfundar, sem verður haldinn

28. júní nk, kl. 10 í Ásgarði. 

Sjá fundargerð hreppsnefndarfundar nr. 182, undir Fundargerðir hér til vinstri.

 

Hér með er því auglýst með formlegum hætti eftir fulltrúum í eftirfarandi nefndir (drög að erindisbréfi viðkomandi nefndar fylgir með, þar sem má m.a. finna hlutverk nefndar).

 

Umsóknarfrestur í nefndir er til 27. júní nk.

Síminn á skrifstofu Kjósarhrepps er: 566-7100 og einnig er hægt að láta vita af sér á netfangið: kjos@kjos.is

 

  • Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd, erindisbréf HÉR
  • Samgöngu- og fjarskiptanefnd, erindisbréf HÉR
  • Skipulags- og byggingarnefnd, erindisbréf HÉR
  • Umhverfisnefnd, erindisbréf HÉR
  • Viðburðar- og menningarmálanefnd, erindisbréf HÉR

 

Núþegar hafa nokkrir áhugasamir einstaklingar haft samband og lýst yfir áhuga að starfa í nefndum á vegum hreppsins sem er þakkar vert, en allir sem hafa áhuga, búa yfir reynslu og þekkingu er hvattir til að láta vita af sér.

 

Með kærri þökk fyrir stuðninginn í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum

Hreppsnefnd Kjósarhrepps