Fara í efni

Mom´s Balls - sýning að Neðra Hálsi

Deila frétt:


Mom’s Balls.

Sýning að Neðra-Hálsi í Kjós.

Opin frá sunnudeginum 2. sept til og með sunnudagsins 9. sept

á hverjum degi frá kl. 12:00 - 18:00.


 

Þrískipt sýning með verkum Ágústu Oddsdóttur, Elínar Jónsdóttur og Egils Sæbjörnssonar opnar 2. september 2018 að Neðra-Hálsi í Kjós, í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og á barnum á Hótel Holti.
Sýningin sem á sér stað á bóndabæ í Kjós teygir svæði sýningarhalds á Reykjavíkursvæðinu norður fyrir Esju en um 45 mínútna akstur er að bænum Neðra-Hálsi sem einnig er þekktur sem fyrsti lífræni mjólkurframleiðandinn á Íslandi og stendur hann á bakvið vörur Bíó-bús sem margir þekkja. Opin frá sunnudeginum 2. sept til og með sunnudagsins 9. sept á hverjum degi frá kl. 12:00 - 18:00.

Á Hótel Holti er verk eftir Egil á meðal teikninga Kjarvals á barnum og er það aðgengilegt á opnunartímum barsins. Hótel Holt er einnig stuðningsaðili verkefnisins og er fólk hvatt til að heimsækja þetta hótel sem er einstakt á heimsmælikvarða fyrir gæði listaverkasafnsins sem stofnandi þess Þorvaldur í Síld og fisk setti saman á sínum tíma.

Sýningin í gamla Borgarbókasafninu verður opin einungis 3 daga tvo tíma á dag, sunnudaginn 2. sept til og með þriðjudagsins 4. sept 2018 frá 12:00 - 14:00. Eigandi hússins Róbert Wessmann hefur góðfúslega lánað húsið fyrir sýninguna. Hann var einnig með fyrirtæki sýnu Alvogen aðalstuðningsaðili íslenska skálans á Feneyjartvíæringnum 2017. 

 

 Sjá: