Fara í efni

Messa og aðalsafnaðarfundur sunnudaginn 5. mars

Deila frétt:

 

   Messa í Reynivallakirkju

sunnudaginn 5. mars kl. 11:00

(athugið breyttan messutíma

og þetta er þarnæsti sunnudagur).


Verið hjartanlega velkomin
Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 


Í kjölfarið boðar sóknarnefnd til aðalsafnaðarfundar Reynivallasóknar (með lögbundnum viku fyrirvara) í Ásgarði um kl. 12.

Boðið verður upp á súpu og meðlæti í upphafi fundar.


 

Dagskrá fundarins:
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um stærri framkvæmdir (t.d. mála þakið oþh) og framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
6. Kosning eins aðalmanns í sóknarnefnd og eins varamanns til 4ra ára
7. Önnur mál

 

F.h. Sóknarnefndar Reynivallasóknar
Sigríður Klara Árnadóttir formaður, Unnur Sigfúsdóttir gjaldkeri

og Karl Magnús Kristjánsson ritari.


Varamenn: Jóhanna Hreinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir

og Finnur Pétursson.

 

 

Útsend auglýsing HÉR