Fara í efni

Ljósleiðarinn - Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

Deila frétt:

 

Á fundir borgarráðs nr. 5517, sem haldinn var í gær, 4.október,  var loksins samykktur samstarfssamningur Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar um lagningu ídráttarröra fyrir ljósleiðara frá Kiðafelli í Kjós að Grundarhverfi á Kjalarnesi.
 
Á fundinum voru lagðar fram eftirfarandi bókanir:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins:
„Borgarráðsfulltrúar fagna því að loks sé komið að lagningu ljósleiðara á þessu svæði sem bætir netsamband íbúa. Þetta svæði hefur því miður lengi verið vanrækt af borginni.“

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: 
„Góð tækni til að tryggja gott aðgengi að internetinu og öðrum miðlum ýtir undir upplýsingafrelsi og er styrking innviða hvað þetta varðar ákveðin lýðræðisleg aðgerð. Borgarfulltrúar meirihlutans eru ánægðir með að náð hafi verið lendingu í þessu máli.“
 
Fundargerðina í heild sinni (okkar mál er nr. 25 í röðinni ) er að finna inn á: https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5517
 
Ber að fagna þessu mikilvæga samkomulagi sem náðst hefur við Reykjavíkurborg og þar með er kominn grunnur að áframhaldandi vinnu við ljósleiðaravæðingu hér í Kjósinni.


Næsta verkefni er að ná samkomulagi við landeigendur þeirra jarða sem gert er ráð fyrir að ídráttarrörin fari um.