Fara í efni

Ljósleiðaramál í Kjósarhreppi

Deila frétt:

 

Fyrirhugað er að ljúka lagningu á fjarskiptarörum í jörð samhliða hitaveituframkvæmdum á árinu 2017. Jafnframt er fyrirhugað að stór hluti fjarskiptakerfisins verði orðinn virkur fyrir árslok 2017. Það er því komið að því að kanna hverjir óska eftir því að tengjast kerfinu á þeim kjörum sem sveitarstjórn hefur ákveðið.

 

Margar spurningar vakna tengdu þessu verkefni .  Þær kunna að  snúa að frágangi lagna innanhúss, tengingu við frístundahús, hvað er ljósleiðari?, hverju breytir þetta fyrir mig?, get ég tengst síðar?  kostnaður fasteignaeigenda og svo framvegis.

 

Til þess að svara slíkum spurningum og veita frekari upplýsingar um næstu skref verður haldið opið hús að Ásgarði, miðvikudaginn 28. júní frá klukkan 13:00 til 18:00 og einnig laugardaginn 1. júlí frá klukkan 10:00 til 15:00.  Þar situr Guðmundur Daníelsson fyrir svörum og er reiðubúinn að svara öllum þeim spurningum sem brennur á ykkur. Einnig verða umsóknareyðublöð á staðnum sem hægt er að fylla út til þess að staðfesta þátttöku í verkefninu.

 

Þeir sem sjá sér ekki fært að koma á fundinn geta sótt um  á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem sækja má hér fyrir neðan, prenta út og senda til:  Leiðarljóss ehf, Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ eða á netfangið gudny@kjos.is

 

Umsóknir þurfa að berast Kjósarhrepp fyrir 15. júlí 2017.

 

Sjá nánar hér        Erindi frá Leiðarljósi  Umsóknareyðublað  Umsókn á PDF