Fara í efni

Ljósleiðarafréttir í Kjósarhreppi

Deila frétt:

 

Um miðbik ársins 2017 stóðu væntingar til þess að ljósleiðarakerfið yrði fullbyggt og tilbúið til notkunar fyrir árslok 2017.  En eins og gefið var í skyn og varað við á íbúafundi í Félagsgarði  þann 7. nóvember síðastliðinn voru blikur á lofti varðandi það hvort þessar væntingar gengju eftir.  Ástæðan, frestun á afhendingu ljósleiðarastrengsins  vegna mikillar eftirspurnar á heimsvísu. Nú er kominn staðfestur afhendingartími. Áætlaður verktími eftir afhendingu  eru 8-10 vikur. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum nú má gera ráð fyrir að vinna við út af standandi framkvæmdir, þ.e. ísetningu ljósleiðarastrengja í rörin, samtengingu kerfisins við núverandi fjarskiptakerfi landsins og ekki síst frágangi á ljósleiðaraþráðum inn á heimili og sumarhús hefjist  fyrri hluta janúar 2018. Það er því von okkar að allir tengistaðir verði tengdir við hið nýja ljósleiðarakerfi fyrir lok mars 2018.  Verðum engu að síður að vera meðvituð um að vetur konungur kann að hafa áhrif á þessa áætlun, en um leið er vonast til þess að hann verði okkur hliðhollur og tefji verkið ekki frekar.

 

Nú þegar hafa um 220 umsóknir borist frá íbúum og sumarhúsaeigendum en vert er að minna á að þeir sem vilja ekki tengingu núna og vilja koma inn seinna munu þurfa að greiða hærra verð það er að segja tengigjaldið + útlagðan kostnað.

 

Nálgast má umsóknareyðublað HÉR  prenta, fylla út og senda á netfangið gudny@kjos.is

 

Innheimta tengigjalda mun þá samkvæmt  þessu hefjast í byrjun árs 2018.