Laus er til umsóknar staða aðalbókara hjá Kjósarhreppi
Kjósarhreppur óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf aðalbókara. Starfið er mjög margþætt og krefst góðrar bókhaldsþekkingar og kunnáttu í reikningsskilum. Starfshlutall 100%
Helstu verkefni og ábyrgð
Umsýsla fjármála og launavinnslur.
Færsla bókhalds og afstemmingar.
Ábyrgð á reikningsskilum.
Aðstoð við fjárhagsáætlanagerð, frávikagreiningu og kostnaðareftirlit.
Ábyrgð á staðgreiðsluskilum, virðsiaukauppgjöri, álagningu fasteignagjalda, skilum á bókhaldsgögnum til endurskoðenda.
Samskipti við fasteignaeigendur og aðra íbúa.
Almenn skrifstofustörf.
Listinn er ekki tæmandi
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af bókhaldi og reikningshaldi er nauðsynleg.
Góð tölvukunnátta er skilyrði.
Góð íslensku kunnátta nauðsynleg.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
Góð færni í excel er kostur.
Þekking og reynsla af opinberu rekstrarumhverfi er æskileg.
Þekking á Microsoft NAV bókhaldskerfum og Microsoft Office er æskileg.
Hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Vinnutími er sveigjanlegur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí. 2023.
Umsóknir ásamt ferilsskrá og kynningarbréfi berist á netfangið sveitarstjori@kjos.is
Nánari upplýsingar um starfið gefur sveitarstjóri í síma 566-7100 á skrifstofutíma eða í gegnum netfangið sveitarstjori@kjos.is
Á skrifstofu Kjósarhrepps sem er í Ásgarði í Kjós, starfa að jafnaði 5 starfsmenn. Kjósarhreppur er lítið sveitarfélag með um 285 íbúa og fjölmörgum sumarhúsum.