Mikil kuldatíð framundan og nauðsynlegt að fara vel með heita vatnið.
16.12.2022
Deila frétt:
Látum ekki heita vatnið renna að óþörfu. Notkun á heitu vatni í kuldatíð
Samkvæmt veðurspá verður mjög kalt á landinu næstu daga og gæti frost farið niður fyrir -10°C. Kjósarveitur vilja því hvetja notendur til að fara fara vel með auðlindina okkar sem heita vatnið er. Við bendum hér á tvö myndbönd Veitna Hollráð um heitt vatn og Hollráð um heita potta.
Gott er að huga að hitastigi á afrennsli og ekki láta heitt vatn renna að óþörfu.