Fara í efni

Lagning hitaveitu á fullu skriði

Deila frétt:

 

Kjósarveitur héldu aðalfund í maí og var þá skipt um fulltrúa frístundahúsaeigenda í stjórn veitunnar.

Sigurður Sigurgeirsson formaður sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn kvaddi eftir 1 ár í stjórn og við tók Jón Bjarni Bjarnason formaður sumarhúsaeigenda í Norðurnesi.

Stjórn KV 2017, frá vinstri: Guðmundur Davíðsson Miðdal, Pétur Guðjónsson Bæ, Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli, Jón B. Bjarnason Norðurnesi og Karl M. Kristjánsson Eystri-Fossá.

 

Verktakar mættu í byrjun maí og er allt komið á fullt enda verklok 30. nóvember nk.

 

Verkáætlanir og stöðu verksins á hverjum tíma er að finna á undirsíðu Kjósarveitna hér til vinstri, KJÓSARVEITUR EHF , Verkstaða og -áætlun

 

F.h. Kjósarveitna ehf

Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is  

 

Jón Ingileifs mættur Gröfutækni að þvera Bugðu
Samstarf suðumanna

Skipti stjórnarmanna.
Sigurður kveður og

Jón tekur við.

Dælurnar fyrir Norðurnesið

og framsveitina í bakgrunni.

Dælurnar til hægri sjá m.a.

um byggðina við Meðalfellsvatn

Laxá í Kjós þveruð við

Fauskanesið.

Káranes í bakgrunni.