Fara í efni

Kynningarfundur vegna breytinga á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029

Deila frétt:

Kynningarfundur vegna breytinga á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 verður haldinn í Félagsgarði, laugardaginn 19. mars kl. 11:00.

Vinnslutillaga: Breyting á Aðalskipulagi vegna þéttbýlis í Ásgarðslandi (áður Valdastaðir).

Hreppsnefnd Kjósarhrepps áformar breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhreppi 2017-2029 þannig að Frístundasvæði F18a er fellt úr, efnistökusvæði E10-Valdastaðir fellur út og landbúnaðarland, m.a í flokki I minnkar. Íbúðabyggð ÍB9 sem tekur yfir stærsta hluta frístundasvæðis og að auki að hluta til yfir landbúnaðarland í flokki I-II að austan verðu. Stærð svæðisins F18 er 65 ha en ÍB9 verður 76 ha.

Kjósarhreppur auglýsti verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/210 og deiliskipulags fyrir svæði 18a í landi Valdastaða  í samræmi við 40. Gr. skipulagslaga nr. 123/210.

Arkitektastofan A2F mun kynna drög að deiliskipulagi fyrir svæðið.

Eftir kynninguna verður málið tekið fyrir í skipulags- og byggingarnefnd og lokið við gerð tillögunnar til afgreiðslu í hreppsnefnd. Tillagan verður auglýst vorið 2022 og tekur gildi með auglýsingu í b-deild Stjórnartíðinda haustið 2022.