Kynningarfundur vegna uppbyggingar í landi Eyrar í Kjós.
04.09.2023
Deila frétt:
Kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi í landi Eyrar, verður haldinn að Eyri miðvikudaginn 20. september nk. kl. 17:00. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 þar sem gert er ráð fyrir að stækka svæði Íb8 undir íbúabyggð ásamt deiliskipulagi. Íbúar í nágrenni Eyrar og aðrir sem málið varðar eru hvattir til að mæta.