Fara í efni

Kvenfélag Kjósarhrepps lætur gott af sér leiða til Grensáss

Deila frétt:

 

Konur í Kvenfélagi Kjósarhrepps komu færandi hendi föstudaginn 19. október sl., á Grensásdeild - Endurhæfingardeild Landspítalans.


Allur ágóði af kaffisölu kvenfélagsins á Kátt í Kjós sl. sumar, ásamt rausnarlegri viðbót frá félaginu, dugði til að kaupa tvær UNO loftdýnur til varnar þrýstingssárum, oft nefnd legusár.
Auk þess að bæta lífsgæði sjúklinga þá auðvelda þessar dýnur starfsfólki alla umönnun og að sinna sínu mikilvæga starfi hjá Grensásdeildinni.
Andvirði gjafarinnar er um ein milljón króna.


Vel var tekið á móti kvenfélagskonum, voru þar í fararbroddi Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri og Steinar Gíslason, sjúkraliði frá Meðalfelli í Kjós.

Fengu konur fræðslu um starfið, vettvangsferð um endurhæfingardeildina, í lokin var boðið upp á heimabakaðar pönnukökur og fleira gott með kaffinu.


F.v.: Tobba Írafelli, Dóra Neðra Hálsi, Sigríður deildarstjóri Grensás,
Steinar sjúkraliði Meðalfelli, Regína Lækjarbraut 2, Soffía Traðarholti,
Katrín Kiðafelli 3 og Sigríður Klara Klörustöðum
Kaffihlaðborð í Ásgarði, á Kátt í Kjós 21. júlí sl.
F.v.: Tobba Írafelli, Birna Eyrum 19, Dóra Neðra Hálsi, Guðný Flekkudal,
Soffía Traðarholti, Hulda Eilífsdal, Sigurbjörg Meðalfelli,
Regína Lækjarbraut 2 og Sigríður Klara Klörustöðum.