Fara í efni

Kórastarf og kvöldmessa

Deila frétt:

 Kvöldmessa í Reynivallakirkju

sunnudaginn 5. febrúar kl.20.

 

Íhugunar- og friðarstund í kvöldkyrrðinni þar sem rólegir og einfaldir Taize sálmar verða sungnir.

 

Altarisganga fer fram.

Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson

 

Verið hjartanlega velkomin. 

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 

Í kvöld verður kynning á hugmynd að blönduðum kór Reynivallaprestakalls og kóræfing í kjölfarið í Brautarholtskirkju, kl. 20 - í kvöld fimmtudag 2. febrúar.

 

Vissir þú að margar rannsóknir sýna fram á að söngur hefur jákvæð áhrif á heilsu og heila. Bætir skapið, minnkar stress og stuðlar að góðum vináttusamböndum. Söngur eflir einnig sjálfstraustið og hefur jákvæð áhrif á kvíða og þunglyndi.


Viltu vera með í kór? Verið er að stofna blandaðan kór Reynivallaprestakalls og eru söngelskir Kjalnesingar og Kjósverjar hvattir til að mæta sem og aðrir áhugasamir.
Guðmundur Ómar Óskarsson organistinn okkar er stjórnandi kórsins.
Stefnt er að því að hafa tvær æfingar í mánuði, aðra í Reynivallakirkju og hina í Brautarholtskirkju.
 
Við hlökkum til að sjá þig
Ómar og Arna