Fara í efni

Könnun meðal íbúa og annarra hagsmunaðila vegna endurskoðunar aðalskipulags í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Ágætu íbúar, sumarhúsaeigendur og aðrir hagsmunaaðilar í Kjós.

Nú er hafin vinna við endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps. Gefin hefur verið út skipulagslýsing fyrir verkefnið þar sem gerð er grein fyrir tildrögum skipulagsvinnunnar og hvernig staðið verður að henni, lýsingin aðgengilegt  hér. Landmótun sf. var fengin til samstarfs við verkefnið.

Samráð, gagnsæi og gott upplýsingastreymi til íbúa og hagsmunaaðila er mikilvægt í öllu ferlinu við endurskoðun aðalskipulags. Skipulagsnefndin leggur áherslu á að ná til sem flestra við vinnuna og að raddir og sjónarmið sem flestra íbúa og hópa heyrist, allt frá fyrstu stigum. Því viljum við bjóða þeim sem hafa áhuga á að hafa áhrif á framtíðar skipulag Kjósarinnar að svara stuttri könnun og koma sínum óskum og sýn á svæðið og þróun þess á framfæri. Taka þátt í könnun. Einnig má senda svör eða aðrar ábendingar í tölvupósti á kristin@landmotun.is.

Svör óskast fyrir 19. ágúst n.k.

Með von um góðar undirtektir,
F.h. Kjósarhrepps,
Nefnd um endurskoðun aðalskipulags.