Könnun innviðaráðuneytisins á kostum sameiningar sveitarfélaga
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í að stuðla að velsæld okkar allra. Þau fara ekki aðeins með staðbundna stjórnsýslu heldur gegna þau mikilvægu hlutverki í að stuðla að lýðræðislegri virkni, þróun og veitingu þjónustu með hliðsjón af þörfum íbúa í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ríkisvaldið stuðlar að sjálfstæði sveitarfélaganna með því að ýta undir getu þeirra til að sinna skyldum sínum gangvart íbúum. Með því er vísað til sjálfbærni sveitarfélaganna til að standa að faglegri stjórnsýslu.
Í því skyni að stuðla að 1.000 íbúa markinu var sveitarfélögum með færri en 250 íbúa falið að hefja formlegar sameiningarviðræður eða skila til umsagnar innviðaráðuneytisins áliti um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og kosti sameiningar við annað eða
önnur sveitarfélög, eigi síðar en 14. maí 2023, sbr. 4. gr. og X. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga. Umsögn ráðuneytisins um innsent álit sveitarfélagsins liggur nú fyrir og skal kynnt íbúum sveitarfélagsins. Sjá álit ráðuneytisins hér.
Taki sveitarstjórn ókvörðun um að hefja ekki sameiningarviðræður geta minnst 10% af þeim sem kosningarétt eiga í sveitarfélaginu óskað almennrar atkvæðagreiðslu um ókvörðun sveitarstjórnar, hafi slík atkvæðagreiðsla ekki þegar farið fram. Sveitarstjórn skal verða við ósk íbúa eigi síðar en innan sex mánaða frá því að hún berst og skal niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vera bindandi fyrir sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að ef sveitarstjórn ákveður að fara í formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög skal önnur íbúakosning fara fram eftir að
sameiningarviðræðum er lokið skv. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.