Fara í efni

Kjósarveitur, staðan og næsti áfangi

Deila frétt:

 

 Búið er að hleypa á þær lagnir sem komnar eru í jörð og heitt vatn farið að nýtast 13 íbúðarhúsum, einu fyrirtæki og 32 frístundahúsum í Kjósinni.

 

Nú er ekkert því til fyrirstöðu að dusta rykið af píparanum og hafa síðan samband við

Kjartan hjá Kjósarveitum, GSM: 853-2112  til að fá endabúnað frá hitaveitunni eftir því sem við á, hemil eða mæli.

 

Athygli er vakin á því að frárennsli hitaveitu er á ábyrgð húseiganda og skal huga vel að því að frárennsli spilli ekki neysluvatnsbrunnum á viðkomandi svæði.

 

Næsti áfangi:

Vinna við hitaveitulegg nr. 2 hefst eftir páska. Það er leggurinn frá heitavatns holum, um Laxárdal, niður að Káraneskoti, Laxárnesi og frístundahúsum niður af Hálsendanum inn að Hvammsvík.

Verktakar áætla verktímann fyrir legg nr. 2 um 3 mánuði.

Rukkun á heimæðargjöldum fyrir þetta svæði er að fara af stað á næstu dögum með eindaga í lok maí. Sjá GJALDSKRÁ KJÓSARVEITNA

 

Þeir sem hafa áhuga á hitaveitu en hafa enn ekki sótt um geta fyllt út  UMSÓKN og sent til baka á netfangið: kjosarveitur@kjos.is

 

Hitaveituleggur nr. 3 er frá heitavatns holum austur um Norðurnes, Vindáshlíð að Hækingsdal og Fremri Hálsi.

 

Hitaveituleggur nr. 4 og sá síðasti er seinni helmingur frístundahúsasvæðisins í Valshamri, um Miðdal, Morastaði og að Kiðafelli.

 

Vekjum athygli á hinum ýmsu tilboðum t.d. á heitum pottum, lista yfir pípara og nánari upplýsingar auk fræðsluefnis http://kjos.is/kjosarveitur-ehf/

 

Með hlýjum kveðjum og von um áframhaldandi góða samvinnu

Kjósarveitur - kjosarveitur@kjos.is - s: 56671-00

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri - sigridur@kjos.is - GSM: 841-0013

Kjartan, rekstrarstjóri - kjartan@kjos.is - GSM: 853-2112