Fara í efni

Kátt í Kjósinni 2018

Deila frétt:

 

Kvenfélag Kjósarhrepps verður að þessu sinni í Ásgarði með með sitt alþekkta, alvöru kaffihlaðborð. Rjómatertur, skonsutertur, súkkulaðitertur og rúllutertubrauð svo eitthvað sé nefnt.

 

Allur ágóði af kaffisölunni rennur til stuðnings á enduhæfingarstarfi Grensásdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss.

 

Gestir í Kjósinni þennan dag eru hvattir til að koma við í Ásgarði, hitta þar kátar kvenfélagskonur, kaupa sér kaffi og styrkja þar með gott málefni, setjast niður með kunningjunum og spjalla, einnig verður þar ýmislegt að skoða svo sem, gamlar myndir, kort, bækur, söfn og margt fleira.