Fara í efni

KÁTT Í KJÓS - Rúlluskreytingakeppnin verður á SOGNI

Deila frétt:

Komin er staðsetning á rúlluskreytingakeppnina í ár sem verður á Sogni. Hver þátttakandi skráir sig við komu og fær eina rúllu til að skreyta að eigin vild. Þátttakendur fá málningarsprey á staðnum. Vinsamlegast hugið að hlifðarfatnaði, erfitt getur verið að ná spreyi úr fötum. 

 

Sogn

Á Sogni verða glóðheitir kolagrillaðir 160gr hamborgarar af grillinu til sölu og ungnautakjöt af holdagripum og ýmsar vörur unnar ùr ungnautakjöti.