Fara í efni

Kátt í Kjós- opin handverkshús

Deila frétt:

 

SG textíl. Sigga á Bakka, Flekkudalsvegi 19a,  við Sandsá verður með vinnustofu sína opna frá kl 12:00-17:00 og verður hún með til sýnis og sölu handunnar vörur úr meðal annars ull og silki. Einnig framleiðir Sigga skartgripi úr roði.  www.sgtextil.is

 

Gallery NaNa í Asbyrgi, Flekkudalsvegi 18  er einnig með vinnustofu sína opna á sama tíma, hún er líka staðsett við Sandsá, bara hinum megin árinnar. Þar eru til sýnis og sölu glæsilegar handgerðar leðurtöskur skreyttar með fiskiroði og skinni ásamt fylgihlutum. www.nana.is

 

Keramik, Eyrum 9, Eilífsdal. Sjöfn Ólafsdóttir hefur hannað ævintýraheim úr keramiki. Hún er með vinnustofu sína í sumarhúsahverfinu í Eilífsdal, húsið hennar og garðurinn eru töfrum líkast. Sjón er sögu ríkari og nældu þér í smá ævintýri til að taka heim með þér. Opið frá 12:00-17:00. S: 696 3338.

 

Ragnhildur Jónsdóttir myndlistarkona og sjáandi býður fólki að heimsækja vinnustofu sína í Álfagarði. Þar verður í aðalhlutverki Vinátturefillinn sem er alþjóðlegt vina og handavinnuverkefni sett saman úr rúmlega 200 handavinnubútum eftir jafnmarga þáttakendur frá fimm heimsálfum. Ragnhildur og Lárus taka á móti gestum og ræða um vináttu á milli heima, meðal annars vináttu við álfa og huldufólk. Álfagarðurinn verður einnig með lítinn álfamarkað með vörum tengdum álfum og huldufólki, bók eftir álfinn Fróða, álfate og dvergakrydd, handgerð lítil álfahús ofl og býður fólki að smakka álfate eftir uppskrift úr álfheimum. Allir velkomnir.