Jólasamverustund eldri borgara í Kjósinni.
29.11.2023
Deila frétt:
Eldri borgurum í Kjósinni er boðið til jólasamveru miðvikudaginn 6. desember klukkan 12:00 í Ásgarði. Kvenfélagið framreiðir dýrindis jólahangikjöt og meðlæti í boði Kjósarhrepps. Gaman væri ef sem flestir sæju sér fært að mæta, gott tækifæri til að hitta gamla félaga og njóta samverunnar. Skráning er hjá Jóhönnu í Káraneskoti í síma 864-7029 eða á netfangið: johanna@kjos.is í síðasta lagi 4. desember nk.