Fara í efni

Jóla- og nýárskveðja

Deila frétt:

Laugardaginn 21. desember 2024 eru vetrarsólhvörf á norðurhveli jarðar og næsta dag þar á eftir fer daginn aftur að lengja. Á næstu dögum tekur daginn að lengja og nóttin að styttast. Þróunin er hæg en stöðug, Eftir morgundaginn njóta landsmenn birtu sólarinnar örfáum sekúndum lengur en í dag og smám saman víkur myrkrið alveg fyrir hækkandi sól. 

Sveitarstjórn og starfsfólk Kjósarhrepps sendir íbúum sveitarfélagsins, eigendum frístundahúsa og öðrum samstarfsaðilum sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári, með þökk fyrir samskiptin og samstarf á árinu sem er að líða.