Íþrótta- og tímstundastyrkur
Kjósarhreppur veitir árlega styrki til íþrótta og tómstunda barna og unglinga. Meginmarkmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar á aldrinum 3-18 ára í Kjósarhreppi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Frístundastyrkur er framlag Kjósarhrepps til greiðslu kostnaðar styrkþega vegna náms utan hefðbundins skólanáms, þátttöku í hverskonar barna- og unglingastarfi á vegum viðurkennda félagasamtaka og tómstundastarfs. (Dans, tónlistarnám, íþróttaiðkun, leiklist, myndlist og fl.):
Upphæð styrks árið 2023 er eftirfarandi:
kr. 60.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 6-18 ára
kr. 30.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 3-6 ára
Styrkurinn getur aldrei numið hærri upphæð en þeirri sem kemur fram á framlögðum greiðslukvittunum.
Minnt er á að loka dagur til að sækja styrki fyrir árið 2022 15. janúar 2023.