Fara í efni

Íbúafundur um úrgangsmál í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Íbúafundur um úrgangsmál verður haldinn í Félagsgarði fimmtudaginn 1. febrúar n.k. kl. 17:00.

Í lögum um meðhöndlun úrgangs kemur fram hvernig standa eigi að stjórnun úrgangsmála hérlendis. Umfangsmiklar breytingar urðu að lögunum í júní 2021 ásamt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um úrvinnslugjald. Þessar breytingar komu flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.

Sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að úrgangsstjórnun og innleiðingu hringrásarhagkerfis. Helstu stjórntæki þeirra eru svæðisáætlanir, samþykktir og gjaldskrár.

Farið verður yfir þessa þætti á fundinum og fyrirkomulag sorphirðu og förgunar sem hefur verið í stöðugri þróun s.l. misseri.  Velt verður upp spurningum um hvernig við getum við veitt ásættanlega/góða þjónustu og dregið úr kostnaði á sama tíma.

Sveitarstjórn