Fara í efni

Íbúafundur um umferðaröryggi 9. febrúar í Félagsgarði

Deila frétt:

F.v.: Adam Finnsson, Guðbrandur Sigurðsson,

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, Regína H. Guðbjörnsdóttir,

Katrín Halldórsdóttir, Hermann Ingólfsson,

Guðmundur Davíðsson og Kristjana E. Pálsdóttir

 

Íbúafundur verður haldinn laugardaginn 9. febrúar kl.12 í Félagsgarði en þar fá íbúar tækifæri til að koma með frekari ábendingar og upplýsingar um umferðaröryggisáætlun og ávinning verkefnisins.


Kjósarhreppur er nú að hefja vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélagsins og íbúa.
Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, gera úrbætur, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun. 
Mörg sveitarfélög í landinu hafa gert slíka áætlun eftir leiðbeiningum Samgöngustofu.
Kristjana Erna Pálsdóttir hjá VSÓ Ráðgjöf leiðir verkefnið ásamt Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur hreppsnefndarfulltrúa  og formanns samgöngu – og fjarskiptanefndar í Kjós.
Hagsmunaaðilar í Kjós koma einnig að verkefninu eins og fulltrúi hestamanna, fulltrúi íbúa, björgunarsveitarinnar og bílstjóri skólabílsins. 

 

Vinnuhópinn skipa Guðmundur Davíðsson varaformaður Samgöngu- og fjarskiptanefndar, Hermann Ingólfsson skólabílstjóri og eigandi Kaffi Kjós, Guðmundur Páll Jakobsson ritari Samgöngu- og fjarskiptanefndar.
Adam Finnsson Björgunarsveitinni Kili, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öryggis – og fræðsludeild Samgöngustofu,
Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar og Guðbrandur Sigurðsson aðalvarðstjóra í umferðadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Íbúafundur verður haldinn laugardaginn 9. febrúar kl.12 í Félagsgarði.

Hlökkkum til að sjá sem flesta - allir velkomnir !