Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2022
19.04.2022
Deila frétt:
Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu og Kjósarsýslu fyrir sveitarfélögin Garðabæ, Kjósarhrepp, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes auglýsa hér með orlofsferðir fyrir árið 2022.
Ferðir árið 2022
28. ágúst - 4. september 2022
Toskana m.a. sigling um strendur Cinque Terre
5 - 12. október 2022
Króatískar strendur og Alpafjöll
23 - 27. nóvember 2022
Aðventuævintýri í Trier
Rétt til að sækja um orlofsferð hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf .
Upplýsingar um ferðirnar og skráning er á vefsíðunni www.orlofgk.is eða með þvi að senda tölvupóst á orlofgk@gmail.com