Höfundar lesa uppúr barnabókum á aðventu í Ásgarði
14.11.2023
Deila frétt:
Fjölskyldu- og menningarnefnd stendur fyrir upplestri úr nýútkomnum barnabókum í Ásgarði 5. desember klukkan 17:00. Björk Jakobsdóttir les úr bók sinni Eldur, Yrsa Þöll Gylfadóttir les úr bók sinni Bekkurinn minn og síðast en ekki síst mun Gunnar Helgason lesa út bók sinni Bannað að drepa. Við vonumst til að eiga notalega stund á aðventunni með ykkur.
Fjölskyldu- og menningarnefnd