Fara í efni

Hjóna- og paranámskeið í Ásgarði

Deila frétt:

  

Hjóna- og paranámskeið verður haldið

í Ásgarði,

laugardaginn 22. APRÍL kl.14-17.
Námskeiðið er ætlað pörum, verðandi brúðhjónum og hjónum á öllum aldri sem vilja styrkja og dýpka samband sitt.
Á námskeiðinu verður farið í fimm tungumál kærleikans sem hjónabandsráðgjafinn Gary Chapman þróaði í vinnu sinni með tilfinningasamskipti hjóna. Fjallað verður m.a  um nánd, vináttu, traust og hamingju í samböndum. Hver hjón fyrir sig vinna sambandsstyrkjandi verkefni.
Lögð er áhersla á að skapa vekjandi, notalegt og uppbyggjandi andrúmsloft. Mælt er með því að hjónin/pörin skipuleggi rómantíska kvöldstund eftir námskeiðið.
Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiðir námskeiðið en hún hefur haldið fjölda hjóna- og paranámskeiða í Noregi ásamt því að veita hjónaráðgjöf.
Námskeiðið er ætlað sóknarbörnum í Reynivallaprestakalli (Kjalarnes og Kjós) og því er ekkert námskeiðsgjald tekið.
Skráning hjá sr. Örnu: arna.gretarsdottir@kirkjan.is
Takmarkaður fjöldi. 

 

 

Á síðasta aðalsafnaðarfundi var farið yfir ársreikninga Reynivallakirkju og Reynivallakirkjugarðs og þeir samþykktir. Ársreikningana má finna inn á undirsíður Reynivallakirju hér til vinstri: http://kjos.is/reynivallakirkja/

 

Karl Magnús Kristjánsson, ákvað að bjóða sig ekki aftur fram í sóknarnefnd og voru honum þökkuð störf síðustu tvo áratugi.

Í aðal sóknarnefnd tók Hulda Þorsteinsdóttir, sæti Karls Magnúsar og Sigurþór Sigurðsson Borgarhóli tók sæti sem 3. varamaður.

 

Margt var rætt og m.a. tekin ákvörðun um að mála þak Reynivallakirkju í sumar og huga að salernis- og vatnsaðstöðu fyrir þá sem leið eiga í kirkjuna og/eða kirkjugarðinn. Sótt verður í alla þá sjóði sem hægt er til að fjármagna þessi verkefni.

 

Sóknarnefnd Reynivallakirkju