Fara í efni

Hitaveitan sendir út fyrstu reikningana

Deila frétt:

  

 Þessa dagana eru að koma greiðsluseðlar fyrir stofngjöld heimæða sem verða lagðar á þessu ári, 2016.

Þ.e. lagnaleiðin frá Möðruvöllum, um Meðalfellsvatn niður að Hvalfirði. Auk hluta af sumarhúsasvæðinu Valshamri inn í Eilífsdal.

 

Gjalddagi: 15. ágúst 2016

Eindagi: 10. október 2016

 

 

Þeir sem eru á umræddu svæði, en ekki búnir að sækja um eru hvattir til að gera það sem fyrst til að ná að vera með.

Umsókn og nánari upplýsingar er að finna inn á http://kjos.is/kjosarveitur-ehf/eydublod-og-skjol/

 

Heitu vatni verður hleypt á þennan hluta um áramótin.

 

Gröfutækni-verktakar eru komnir með stofnlögnina niður að Flekkudal voru að þvera Flekkudalsána í fyrradag.

MIJ-verktakar er búnir með svæðið við Hjarðarholt og eru nú að vinna inn á Valshamarssvæðinu, Eyrum og Neðri-Hlíð (Hlíð 1-22).

 

Gjald fyrir notkun verður, eins og áður hefur komið fram, ekki rukkað fyrr en búið er að tengja eignina og eigandi tilbúinn að skrúfa frá heita vatninu.

 

Krafan á að vera komin í heimabanka og greiðsluseðill á pappír á að berast með Póstinum strax eftir helgi.

Ef einhver saknar þess að fá ekki greiðsluseðil, eða eitthvað er ranglega skráð þá vinsamlega hafið samband við Kjósarveitur, kjosarveitur@kjos.is, s: 566-7100

 

Hér eru hin ýmsu tilboð sem viðskiptavinum Kjósarveitna standa til boða

 

ARION BANKI- fjármögnunartilboð

 BYKO

 HÚSASMIÐJAN

 ÍSRÖR

 OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara Árnadóttir

framkvæmdastjóri KV