Fara í efni

Hesta- og útivistarmessa á sunnudaginn – Tindatríóið syngur

Deila frétt:

 

  Sunnudaginn 5. ágúst kl.14

verður hin árlega hesta- og útivistarmessa

í Reynivallakirkju.


 Tindatríóið syngur og

Atli Guðlaugsson leikur á trompet.


Það er upplagt að ríða til kirkju eða taka góðan göngutúr um Kjósina fyrir messu. 

Guðmundur Ómar Óskarsson organisti spilar og leiðir kirkjukór Reynivallaprestakalls. Sóknarprestur þjónar.

 

Kaffi og kleinur á pallinum við prestssetrið að messu lokinni.

 ATH! Hestagirðing er neðan við prestssetrið.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Reynivöllum! 
Allir hjartanlega velkomnir

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur