Herman Ingi lætur af störfum sem skólabílstjóri Kjósarhrepps eftir 40 ár í starfi.
13.06.2023
Deila frétt:
Hermann ingi Ingólfsson hefur starfað sem skólabílstjóri Kjósarhrepps í 40 ár. Hann hefur nú ákveðið að láta gott heita og ætlar að snúa ser alfarið að rekstri ferðaþjónustunnar Hjalla sem hann hefur rekið meðfram skólaakstri. Oddviti og sveitarstjóri færðu Hermanni Inga blóm og gjöf í tilefni tímamótanna, myndin er tekin við það tækifæri. Sveitarstjórn þakkar Hermanni Inga fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í komandi framtíð.