Helgihald yfir páska í Reynivallakirkju
Föstudagurinn langi: Lestur píslarsögunnar og krossganga yfir Reynivallaháls
Reynivallakirkja kl. 11.30. Lesið úr píslarsögu Jesú Krists ásamt Davíðssálmi nr. 22. Fimm rósir er tákna svöðusár Krists lagðar á altarið. Krossganga frá Fossá kl.9 (inn af Fossá) yfir Reynivallaháls og að Reynivallakirkju. Sr. Arna Grétarsdóttir leiðir göngu og stundina í kirkjunni.
Krossganga yfir Reynivallaháls á föstudaginn langa
Gengið verður frá Fossá kl. 9 (inn af Fossá) sem leið liggur upp á Reynivallaháls þar sem lesin verða sjö orð Krists á krossinum. Þá verður gengið niður hálsinn eftir kirkjustígnum að Reynivallakirkju þar sem lesið verður úr píslarsögu Jesú Krists ásamt Davíðssálmi nr. 22. Fimm rósir lagðar á altarið. Göngufólk getur sameinast í bíla við Reynivallakirkju kl.8.40.
Páskadagur: Hátíðarmessa og páskaeggjaleit
Reynivallakirkja kl.14. Hátíðarmessa og páskaeggjaleit. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Maren Barlien organista. Gunnlaugur Bjarnason bariton syngur einsöng. Ritningalestra lesa Regína Hansen Guðjónsdóttir og Hulda Þorsteinsdóttir. sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Fögnum sigri ljóss og lífs með börnunum í páskaeggjaleit eftir stundina.
Gunnlaugur Bjarnason baritónsöngvari hlaut viðurkenninguna Rödd ársins í VOX DOMINI árið 2020. Hann stundar Meistaranám í einsöng í Hollandi.
Sunnudagur 23. apríl.
Reynivallakirkja kl.13. Fermingarmessa. Tveir drengir úr Kjósinni verða fermdir við hátíðlega stund. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Maren Barlien organista. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.
Verið hjartanlega velkomin,
Sóknarnefnd og sóknarprestur