Fara í efni

Heitt vatn komið alla leið niður að Hvammi

Deila frétt:

Þrýstiminnkari við Raðahverfi,

niður við Hvalfjörð.

Ljósmyndari: Kjartan Ólafsson

Elvar hjá Gröfutækni, læðist um

Ólaskóg.

Ljósmyndari: Ólafur Oddsson

 

Búið er að hleypa á annan áfanga dreifkerfis Kjósarveitna, af fjórum.

Legginn frá Hvassnesi að Baulubrekku niður að Hvammsvík,

um Ásgarð að Káraneskoti og framhjá Félagsgarði að Laxárnesi. 

 

Þar með geta 270 frístundarhús og 65 íbúðarhús tengst hitaveitu

eða 77,5% af þeim sem hafa sótt um hitaveitu.

Dælustöðin við Háls er ekki komin í gagnið þannig að Baulubrekka og 6 frístundahús þar upp í Hálsendanum eru ekki komin inn en styttist í það.

 

Gröfutækni og þeirra verktakar eru þegar byrjaðir með stofnlögnina um þriðja áfanga dreifikerfisins, sem er lögnin frá Eilífsdal, um Miðdal, Morastaði og niður að Kiðafelli.

 

Jón Ingileifs og hans hópur er að leggja lokahönd á hitaveitulagnir í Hömrum og Efri-Hlíð, á sumarhúsavæðinu Valshamri. Auk þess er heimtauga gengið hans byrjað að plægja niður heimtaugar upp að húsum í Norðurnesi.

 

Verkstaðan 30. ágúst 2017

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara (sigridur@kjos.is) og Kjartan (kjartan@kjos.is)

Kjósarveitum ehf