Fara í efni

Heitt vatn farið að renna um stofnlagnir

Deila frétt:

 

 Heitu vatni var hleypt á stofnlögnina fyrir helgi.

Fyrst niður að Hjarðarholti, síðan niður að Felli og er nú komið alla leið niður að Hvalfirði. Úthleyping er við Brandslæk, rétt hjá Bolaklettum.

Þetta er fyrsti áfangi í lagninu dreifikerfis Kjósarveitna.

 

Þegar prófunum og eftirliti er lokið verður byrjað að hleypa inn á hliðaræðar kerfisbundið í samráði við væntanlega notendur.

 

Forsvarsmenn Logstor A/S í Danmörku, þeir Christian og Sören, komu í heimsókn á dögunum til að fylgjast með, enda lagnaefnið keypt af þeim. Þeir dáðust mjög að handverki  djúpdælunnar sem er hönnuð og smíðuð hjá Íslenskri jarðhitatækni ehf., undir stjórn Árna Gunnarssonar, vélaverkfræðings. Djúpdælan kom í 40 hlutum og nær 120 metra niður í jörðina.

 

Mikill gestagangur hefur verið í stöðvarhúsi hitaveitunnar að undanförnu enda menn spenntir að nær 30 ára draumur um heitt vatn í Kjósinni sé að rætast. 

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri, sigridur@kjos.is

Kjartan, rekstrarstjóri, kjartan@kjos.is

 

 

Dælupörin í stöðvarhúsinu.

Stærri dælurnar sjá um legginn niður

að Hvalfirði. Minna parið mun sjá um

legginn austur í Norðurnes,

að Fremra Hálsi og Hækingsdal.

Rennslismælir fyrir dreifikerfið

um byggðina við Meðalfellssvatn

og áfram niður að sjó.

 Hafás ehf vinnur að tengingu á varaafl-

stöðinni í samvinnu við Rafdreifingu ehf

Gísli á Meðalfelli fylgist spenntur með.

Hér má sjá

fremsta hluta

djúpdælunnar 

á leið niður.

Christian og efsti

hluti djúpdælunnar

(mótorinn).

   Kjartan fer yfir málin með Sören
   og sýnir varadæluna.