Fara í efni

Heitt vatn farið að renna um Laxárdalinn

Deila frétt:

 

   Nú er heitt vatn farið að renna um Laxárdalinn, verið er að skola út stofninn frá Hvassnesi að Ásgarði og leynir gufan sér ekki.

 

Næsti áfangi sem verður hleypt á er Ásgarður/Káraneskot/Laxárnes.

 

Loka áfanginn á þessum stofni er Bollastaðir/Baulubrekka og niður að Hvammi, stefnt er að hleypa á þann áfanga í lok ágúst. Eftir það verður haldið í austurátt með stofninn.

 

Vel er sigið á seinni hluta framkvæmdanna, sem hófust í maí 2016 og verður lokið 30.nóv 2017. Samhliða lögnum fyrir heitt vatn eru sett niður ídráttarrör fyrir ljósleiðara.

 

Nú í lok júlí var búið að taka inn heitt vatn í 27 íbúðarhús og 84 sumarhús. Sem er rétt helmingur þeirra húsa sem gætu verið komin með heitt vatn í dag, skortur á pípulagningarmönnum er aðal vandamálið hjá húseigendum.

 

Sjá uppfærða verkstöðu og áætlanir: http://www.kjos.is/kjosarveitur-ehf/verkstada-og-aaetlun/ 

 

Með hlýjum kveðjum,

Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is

Kjartan Ólafsson, kjartan@kjos.is

 

 

Það á jafnt við um dýr og menn

 að hafa áhuga á

hitaveituframkvæmdunum

 

Gröfutækni borar undir malbikið

við Ásgarð, fyrir legginn sem fer

með heitavatnið í Ásgarð, Veiðihúsið,

 alla leið að Káraneskoti og

niður að Félagsgarði / Laxárnesi