Fara í efni

Heimilisþrif og akstur

Deila frétt:

Kjósarhreppur auglýsir eftir einstaklingi til að sjá um heimilisþrif einu sinni til tvisvar í mánuði og akstur að meðaltali hálfsmánaðarlega. Viðkomandi þarf að hafa gilt ökuskírteini, bíl til umráða og geta hafið störf sem fyrst.  Hrein sakaskrá er skilyrði. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 566-7100 á opnunartíma skrifstofu eða í netfanginu sveitarstjori@kjos.is.