Hæsta tilboð í Hvamm og Hvammsvík 231 m.kr.
19.06.2008
Deila frétt:
Tilboð í jarðirnar Hvamm og Hvammsvík voru opnuð í húsi Orkuveitunnar að Bæjarháli 1 Reykjavík. 11 tilboð bárust og reyndist hæsta tilboðið vera 231.5 m.kr. frá Fasta ehf.
Fulltrúi félagsins vildu ekki veita kjos .is neinar upplýsingar um félagið eða hvað það hyggst fyrir á jörðunum og bentu á að hægt væri að afla upplýsinga um félagið á öðrum vettvangi. Næst hæsta boð átti Melbakki ehf. en fulltrúi þess varð til svara ásamt fulltrúa Fasta þegar spurt var um áform og félagsins eða hverjir stæðu að því. Meðal annarra bjóðenda var Pétur Blöndal Gíslason, Hálstak ehf. Jón H. Guðmundsson, Kaþólska Kirkjan og Skógrækt ríkisins sem bauð eina m.kr.