Guðsþjónusta í Reynivallakirkju
15.06.2023
Deila frétt:
Guðsþjónusta verður í Reynivallakirkju þann 18. júní kl.11. Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng og messusvör. Kvartett Marenar syngur. Maren Barlien stjórnar kór og leikur á harmoníum. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari. Sigrún Finnsdóttir les ritningarlestra. Sigríður Pétursdóttir, Inga Dóra Helgadóttir, Helga Hansdóttir og Sigrún Ólöf Einarsdóttir leiða bænir. Verið hjartanlega velkomin til kirkju. Guðsþjónustunni verður útvarpað á Rás 1. Athugið breyttan messutíma!