Guðsþjónusta í Reynivallakirkju
31.03.2022
Deila frétt:
Guðsþjónusta í Reynivallakirkju sunnudaginn 3. apríl kl.14.
Kórinn leiðir söng og sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar og predikar.
Maren Barlien nýr organisti Reynivallasóknar spilar sína fyrstu messu hjá okkur í Kjósinni og af því tilefni verður boðið upp á kaffispjall og skúffuköku í stofunni á prestssetrinu að Reynivöllum. Verið hjartanlega velkomin.
Hátíðarmessa verður á páskadag kl.14 með páskaeggjaleit og páskaliljum. Nánar auglýst síðar!
Sóknarnefnd og sóknarprestur