Gróðureldar – hvað get ég gert?
Í okkar fallegu sveit hefur trjám fjölgað undanfarna áratugi, þau prýða og veita okkur gott skjól en þeim fylgir einnig aukin hætta á gróðureldum. Réttur viðbúnaður og aukin þekking okkar á viðfangsefninu er því mikilvæg.
Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ætlar að koma til okkar laugardaginn 26. apríl kl. 11 í Ásgarði. Hann mun fara yfir helstu atriði sem mikilvægt er að hafa í huga varðandi forvarnir og viðbúnað vegna gróðurelda. Að lokinni kynningu verður kynntur búnaður sem mælt er með að sé til staðar þar sem aukin hætta er á gróðureldum.
Skipuleggjandi námskeiðsins hefur áratuga reynslu af slökkvistörfum og hefur meðal annars sérhæft sig í forvörnum varðandi gróðurelda. Hann hefur komið að gerð kennsluefnis í málaflokknum og unnið þétt með viðbragðsaðilum hérlendis og erlendis að málaflokknum. Þessi viðburður er hluti af umhverfisverkefni Kjósarhrepps Vordagar í Kjós.
Hlökkum til að sjá sem flesta