Grænir skátar safna drykkjarvöruumbúða með skilagjaldi.
02.07.2024
Deila frétt:
Nú eru komnir gámar á grenndarstöðvarnar í Kjósarhreppi sem Grænir skátar eiga og annast. Grænir skátar hafa sinnt þessari þjónustu í yfir 30 ár og eru sérfræðingar á þessu sviði. Þeir eru í eigu Skátahreyfingarinnar á Íslandi og rennur allur ágóði fyrirtækisins til æskulýðsstarf. Hjá fyrirtækinu starfa 30 fatlaðir einstaklingar í gegnum átak Vinnumálastofnunnar „Atvinna með stuðningi“ þetta gerir Græna skáta að stærsta einstaka vinnustaðnum á landinu er tengist átakinu. Við bjóðum skátana velkomna í Kjósina.