Fara í efni

Göngumessa á Hvítasunnudag kl. 14

Deila frétt:

 

  Göngumessa fyrir báðar sóknir

(Reynivalla- og Brautarholtssóknir) verður á

Hvítasunnudag kl. 14.

 

Gengið verður frá Brautarholtskirkju á Kjalarnesi að Fólkvangi þar sem boðið verður upp á kaffi.

 

Umsjón Sigríður Pétursdóttir varaformaður sóknarnefndar Brautarholtskirkju og sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur Reynivallaprestakalls.

Guðmundur Ómar Óskarsson leiðir góða sálma- og sumarsöngva ásamt kirkjukór sóknanna.

Gangan er létt og við hæfi flest allra. Gerð verða sjö stutt íhugunarstopp.

 
Fyrirhugað er að endurtaka leikinn frá Reynivallakirkju að ári.


Gerðar hafa verðið ráðstafanir til að skutla aftur að kirkju til að sækja bíla þangað!