Fara í efni

Fréttir af ljósleiðaranum

Deila frétt:

 

  Af ljósleiðaraverkefninu er það helst að frétta  að búið er að ná samkomulagi við alla forsvarsmenn þeirra 16 jarða og landspildna á Kjalarnesi,

sem ídráttarrörin verða lögð um.

 

Mánudaginn 3. des nk,

verða opnuð tilboð jarðvinnuverktaka í verkið:

Lagning ljósleiðara í REYKJAVÍK / KJÓS – JARÐVINNA.

 

 

Opnun tilboðanna verður kl. 13:00 á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði í Kjós og verða þau opnuð þar í samræmi við kafla 2.5 í ÍST 30:2012.

 

Gerð útboðsgagna er í höndum Kristins Haukssonar hjá Eflu hf.

Ráðgjafi við verkefnið er Guðmundur Daníelsson hjá Snerru ehf., sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, netfang: gudmundur@snerra.com

Verið er að leggja lokahönd á gögn varðandi tilboð í blástur og tengivinnu á sjálfum ljósleiðaraþræðinum.

 

Þeir sem sótt hafa um tengingu við ljósleiðarann fá sendan reikning vegna tengigjalds innan tíðar eða strax og ljóst verður að hægt verði að hefjast handa við blástur sjálfs ljósleiðarans í rörin sem þegar eru komin í jörð.

 

Umsóknareyðublað er að finna undir Umsóknareyðublöð - hér til vinstri á síðunni.

 

Svo nú er að vonast eftir hagstæðum tilboðum frá vinnusömum verktökum og mildum vetri, til að þetta verkefni klárist sem fyrst.   

 

Góðar fréttir að taka með sér inn í helgina !