Fara í efni

Fréttir af hitaveitunni

Deila frétt:

Stjórn KV og starfsmenn, f.v.: Karl Magnús Kristjánsson Eystri-Fossá ritari, Magnús Sigurðsson, Hlíð Eilífsdal meðstjórnandi, Kjartan Ólafsson rekstrarstjóri kerfis, Pétur Guðjónsson Bæ stjórnarformaður, Guðmundur Davíðsson Miðdal meðstjórnandi, Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli meðstjórnandi og Sigríður Klara Árnadóttir framkvæmdastjóri.

 

 

Nú er farið að vora í Kjósinni (svona næstum því) og jarðvinna á vegum hitaveitunnar farin af stað aftur.
Hörður Úlfarsson, Gröfutækni mætti í Kjósina í síðustu viku til að klára frágang, vinna við lagfæringar á vegum / slóðum / lagnaleiðum, sem víða láta á sjá eftir harðan vetur. Auk þess mun hann fara í að leggja nýjar heimæðar sem sótt hefur verið um í vetur á hans svæði.

Jón Ingileifs sem sá um þéttu frístundahúsahverfin verður á ferðinni um mánaðarmótin júní / júlí að leggja nýjar heimæðar á því svæði sem hann var með.

 

Þeir sem hafa huga á því að fá hitaveitulögn til sín í sumar er bent á að fylla út umsókn sem fyrst:   UMSÓKN UM HITAVEITU  og koma á skrifstofu Kjósarveitna í Ásgarði, einnig er hægt að skanna inn útfyllta umsókn og senda í tölvupósti á netfangið: sigridur@kjos.is  

 

Nú eru alls 68 íbúðarhús farin að nota heita vatnið eða 87% af þeim sem komin eru með rörin upp að húsi, en bara 40% af frístundahúsunum eða  alls 151 frístundahús.

Vakin er athygli á undirsíðunni Píparar og tilboð, nokkrir píparar á þeim lista hafa haft samband og látið vita að þeir geti bætt við verkefnum.  

 

Aðalfundur Kjósarveitna ehf (KV) var haldinn sunnudaginn 13. maí sl.

Um leið og stjórn KV þakkar Jóni Bjarna Bjarnasyni, formanni sumarhúsafélagsins í Norðurnesi fyrir góð störf, er boðinn velkominn í stjórn KV,  Magnús Sigurðsson, formaður sumarhúsafélagsins Valshamri, Eilífsdal, f.h. frístundahúsaeigenda í Kjósarhreppi.

 

Með hlýjum kveðjum,

Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is, GSM: 8410013

Kjartan Ólafsson, kjartan@kjos.is, GSM: 8532112