Fara í efni

Framkvæmdir við Kjósarskarðsveg

Deila frétt:

 

 

Verið er að vinna við endurbyggingu Kjósarskarðsvegar.

Koma á klæðningu á 7,5 km kafla frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls.

 

Mikil vinna liggur í undirbyggingu vegarins og jarðvegsskiptum á burðarlagi.

Búið er að mala rúmlega 30 þúsund rúmmetra og skipta um 28 ræsi.

 

 Komin er klæðning á 2,5 km af þessum 7,5 km, í framhaldi af eldri klæðningu niður að Hálsá við Fremri Háls. 

Stefnt er að 2 km af klæðningu til viðbótar á næstunni.

 

Tafir hafa orðið á verkinu vegna gríðarlegra jarðvegsskipta auk þess sem  sumarið hefur verið einstaklega votviðrasamt.

 

Verktakar láta hins vegar engan bilbug á sér finna og ætla að vinna eins lengi og tíð leyfir.

 

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir á Selfossi sér um verkið undir stjórn Ólafs Óskarssonar